Menu
Sætt apríkósumauk með kanil

Sætt apríkósumauk með kanil

Mauk sem á vel við bragðmilda osta. Geymist í kæli í tvær viku.

Innihald

1 skammtar

Sætt apríkósumauk

ljós púðursykur
hvítvínsedik
appelsína, börkur og safi
biti af ferskri engiferrót, flysjaður og skorinn þunnt
kanilstangir
negull, malaður
mjúkar og þurrkaðar apríkósur, grófsaxaðar

Aðferð

  • Setjið sykur og edik í pott og hitið á vægum hita.
  • Rífið börkinn utan af appelsínunni (bara það appelsínugula), skerið appelsínuna í tvennt og kreistið safann úr henni út í pottinn.
  • Bætið kryddinu og apríkósunum saman við og látið malla í 30 mín.
  • Setjið maukið heitt í krukkur.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir