Menu
Sætar sumarsnittur með rjómaosti

Sætar sumarsnittur með rjómaosti

Þessar snittur koma svo skemmtilega á óvart og eru fullkomnar á veisluborð með köldum drykk. Rjómaostur með hvítu súkkulaði er stjarnan og passar einstaklega vel með ferskum ávöxtum, myntu og límónu.

Innihald

1 skammtar
stórt snittubrauð
smjör eftir þörfum
jarðarber
græn vínber
mangó, vel þroskað
rjómaostur með hvítu súkkulaði
sykur
límóna
nokkur fersk myntulauf

Aðferð

  • Skerið snittubrauðið í þunnar sneiðar og steikið upp úr smjöri á pönnu þar til fallega gyllt báðu megin. Raðið á disk og látið kólna.
  • Skerið ávextina mjög smátt og blandið saman í skál.
  • Rífið börkinn af einni límónu og setjið í skál ásamt sykri og nokkrum smátt söxuðum myntublöðum. Blandið þessu vel saman.
  • Smyrjið u.þ.b. 2 tsk. af rjómaostinum á hverja snittu.
  • Dreifið ávaxtablöndunni yfir og toppið loks með límonu, myntusykrinum og skreytið með myntublaði.
  • Berið fram strax.
Aðferð

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir