Menu
Sætar kartöflur með rósmarín og ostakubbi

Sætar kartöflur með rósmarín og ostakubbi

Frábært meðlæti með fisk, kjúkling eða hvaða kjötmeti sem er og að sjálfsögðu má blanda saman sætri kartöflu og hefðbundnum.

Innihald

1 skammtar
miðlungsstór eða stór sæt kartafla, skorin í teninga
olía
pipar, salt og rósmarín eftir smekk
ostakubbur frá Gott í matinn

Skref1

  • Skrælið miðlungsstóra sæta kartöflu og skerið í tenginga.

Skref2

  • Setjið í eldfast mót og dreifið olíu yfir ásamt pipar, salti og rósmarín eftir smekk.

Skref3

  • Bakið við 200°C í 30-40 mínútur. Gott er að hræra tvisvar í kartöflunum á meðan þær eru í ofninum.

Skref4

  • Myljið hreinan fetaost yfir kartöflurnar þegar þær eru tilbúnar og teknar úr ofninum.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir