Menu

Sætar kartöflukrókettur með engiferi

Króketturnar er hægt að matreiða deginum áður en hita þær rétt áður en þær eru bornar fram.

Innihald

20 skammtar

Krókettur innihald:

sætar kartöflur, afhýddar og skornar í litla teninga
laukar, meðalstórir, saxaðir
salt
smjör
engiferrót, fínrifin
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn (hálf dós)
hveiti
egg, léttþeytt
heslihnetuflögu

Skref1

 • Hitið ofninn í 200˚C.
 • Setjið kartöflubitana og lauk í eldafast mót.
 • Setjið smjörið í litlum klípum yfir grænmetið.
 • Saltið og piprið.
 • Bakið í 30–40 mínútur eða þar til að kartöflurnar verða mjúkar.

Skref2

 • Stappið kartöflunar og laukinn.
 • Bætið engiferi og sýrðum rjóma saman við.
 • Kælið í einn tíma.

Skref3

 • Búið til litla stauta sem eru um 8 cm á lengd og 1 cm á þykkt.
 • Veltið stautunum upp úr hveiti og síðan úr léttþeyttu eggi.
 • Að lokum er kartöflustautunum velt upp úr heslihnetuflögum.

Skref4

 • Hitið ofninn í 200˚C.
 • Bakið króketturnar í 25 mínútur rétt áður en þær eru bornar fram.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir