Menu
Sæt kartöflumús með sykurpúðum

Sæt kartöflumús með sykurpúðum

Jólalegt meðlæti eins og það gerist best.

Kartöflumúsina má útbúa daginn áður en hita hana síðan upp í ofninum í 20 mínútur áður en hún er borin fram. Sykurpúðunum er bætt við þegar 10 mínútur eru eftir af upphitunartímanum.

Innihald

8 skammtar

Kartöflumús

safi og fínrifinn börkur af hálfri appelsínu, (eingöngu appelsínuguli hlutinn)
sykurpúðar
sætar kartöflur, afhýddar og skornar í 2 cm bita
smjör, skorið í litla bita
laukur, fínsaxaður
Dalafeti í kryddolíu, olíunni hellt af

Skref1

  • Hitið ofninn í 200°C.
  • Setjið sætu kartöflurnar í eldfast mót.
  • Dreifið smjörinu yfir þær ásamt saxaða lauknum.
  • Bakið kartöflurnar í um 40 mínútur eða þar til þær fara að taka lit og verða mjúkar.
  • Gott er að hreyfa við þeim í eitt til tvö skipti á meðan þær bakast.

Skref2

  • Takið mótið úr ofninum, stappið kartöflurnar með gaffli í mótinu og blandið fetaostinum saman við ásamt appelsínusafanum og -berkinum. Blandið lauslega saman og jafnið músinni í mótið.

Skref3

  • Raðið sykurpúðunum þétt ofan á, setjið mótið aftur í ofninn og bakið í 8–10 mínútur í viðbót eða þar til sykurpúðarnir fara að taka lit.
  • Berið strax fram.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir