Aðferð
					
						- Þeytið smjör og flórsykur saman í hrærivél þar til blandan verður létt og ljós. 
- Bætið egginu út í, þeytið áfram og hrærið síðan hveitið saman við. 
- Skiptið deiginu í tvennt og hrærið kakóið saman við annan helminginn.
- Bætið um 50 g af hveiti við hinn helminginn og hnoðið áfram smástund.
- Kælið í ísskáp í um 1 klst. 
- Fletjið hvorn deighelming um sig út í ferhyrning, um 35 x 45 cm. Gott er að hafa plastfilmu undir deiginu þar sem það er nokkuð mjúkt. Gætið þess að ferhyrningarnir séu jafnstórir. 
- Smyrjið léttþeyttri eggjahvítu á ljósara deigið og leggið brúna deigið ofan á. 
- Snyrtið kantana og jafnið þá með hníf. 
- Rúllið deiginu upp frá annarri langhliðinni í sívalning. 
- Gott er að kæla sívalninginn í ísskáp í um 1 klst.
- Hitið ofninn í 200°C. 
- Skerið deigið í ½ cm þykkar sneiðar og leggið þær á smjörpappírsklæddar bökunarplötur.
- Penslið kökurnar með léttþeyttri eggjarauðu og bakið ofarlega í ofninum í um 8 mínútur. 
- Takið kökurnar strax af plötunni og látið þær kólna á bökunargrind.
 
                        		
            		Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir