Menu
Rjúpusúpa

Rjúpusúpa

Sannkölluð jólasúpa sem er ómissandi á mörgum íslenskum heimilum.

Innihald

6 skammtar
rjúpur (hamflettar)
lítill laukur
lítil gulrót
sellerístilkur
piparkorn
lárviðarlauf
einiber
timjan
sherríedik eða rauðvínsedik
grænmetisteningur
súputeningar
rifsberjahlaup
rjómi
gráðaostur
smjör
hveiti

Skref1

  • Skerið bringurnar frá og geymið.
  • Höggvið í smátt, bein, háls og læri og brúnið í smá olíu við snarpan hita á pönnu, kryddið með salti og pipar. 
  • Setjið yfir til suðu í 2,5 l af vatni. 

Skref2

  • Saxið grænmetið smátt og brúnið á sömu pönnu, setjið í pottinn ásamt piparkornum, lárviðarlaufi, einiberjum, timjan, ediki, grænmetiskrafti, kjötkrafti og rifsberjahlaupi. 
  • Látið sjóða og fleytið af froðu, lækkið hitann og látið sjóða við vægan hita í 4-5 tíma. 

Skref3

  • Sigtið soðið og mælið upp 1,3 l og setjið í annan pott. 
  • Bræðið smjörið og lagið smjörbollu með því að bæta hveitinu við. 
  • Vinnið smjörbolluna saman við og látið sjóða. 

Skref4

  • Bætið í rjómanum og gráðaostinum, látið sjóða við vægan hita í smá stund eða þar til osturinn er uppleystur. 
  • Bragðbætið með salti, pipar, kjötkrafti og smá skvettu af púrtvíni. 
  • Skerið bringurnar í strimla og bætið í sjóðandi súpuna rétt áður en hún er borin fram.

Höfundur: Klúbbur matreiðslumeistara