Menu
Rjómaostur með hnetusmjöri og hunangsristuðum pekanhnetum

Rjómaostur með hnetusmjöri og hunangsristuðum pekanhnetum

Þegar stendur til að fá gesti í dögurð eða bara þegar maður vill gera vel við sig er tilvalið að búa til rjómaost. Hann passar ótrúlega vel með nýju brauði og bollum. 

Innihald

1 skammtar

Rjómaostur:

rjómaostur (ein lítil dós, 125 g)
hnetusmjör að eigin vali (magn eftir smekk, má sleppa)
hlynsíróp

Pekanhnetur:

pekanhnetur, um 125 g
hunang
örlítið sjávarsalt

Rjómaostur, aðferð

  • Hrærið hráefnið saman í þeytara eða hrærivél, betra að gera það með sleikjunni í hrærivélinni en þeytaranum. Hrærið þar til úr verður mjúk og slétt blanda.

Pekanhnetur, aðferð

  • Hitið ofn í 200 gráður. Dreifið vel úr hnetunum á bökunarplötu og ristið þær í 12-15 mínútur. Gætið að því að brenna ekki hneturnar, þarf að fylgjast með þeim. Takið úr ofninum.
  • Hitið pönnu á meðalhita. Setjið hneturnar og hunangið á pönnuna og blandið vel. Látið malla saman í 4-6 mínútur svo hneturnar þekist vel.
  • Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Dreifið úr hunangsgljáðum hnetunum, saltið örlítið og stingið aftur í ofninn í 2-3 mínútur. Takið þá út og látið kólna alveg.
  • Þegar hneturnar eru orðnar kaldar og stökkar, fara þær í matvinnsluvél þar sem þær eru muldar niður. Ekki gera þær að mauki, haldið grófleika. Setjið þá hnetumixið saman við ostablönduna í hrærivélinni og hrærið aðeins saman.
  • Setjið ostinn í huggulega krukku og kælið. Berið fram.
  • Osturinn er mjög góður með öllu nýju brauði, heimalöguðum bollum, grófu hafrakexi og beyglum. Einnig er hann sniðugur til að nota í sætar fyllingar, sbr. í snúða.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir