Menu
Rjómaostarúlla með Orra ostakurli

Rjómaostarúlla með Orra ostakurli

Rjómaostarúlla með beikoni sem búið er að velta upp úr stökku ostakurli og vorlauk, mmmm! Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana svo ekki sé meira sagt.

Innihald

1 skammtar
rjómaostur með graslauk og lauk frá MS
beikonsneiðar
vorlaukur
Orri ostakurl frá Ostakjallaranum

Aðferð

  • Steikið beikonið þar til það verður stökkt og saxið smátt niður.
  • Blandið beikoninu saman við rjómaostinn með skeið, setjið blönduna á plastfilmu og mótið nokkurs konar rúllu/breiða pylsu úr henni.
  • Plastið, setjið á disk og geymið í kæli í að minnsta kosti 4 klukkustundir eða yfir nótt.
  • Saxið vorlaukinn smátt og myljið ostakurlið aðeins niður, blandið þessu saman á disk.
  • Takið næst rjómaostarúlluna úr plastinu og veltið upp úr ostakurlinu, geymið í kæli þar til bera á ostarúlluna fram með góðu kexi eða brauði.
Aðferð

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir