Menu
Rjómaostakúlur með beikoni

Rjómaostakúlur með beikoni

Þessar afbragðsgóðu rjómaostakúlur er einstaklega einfalt að útbúa og setja skemmtilegan svip á hvaða veisluborð sem er. Svo má líka bjóða upp á þær í saumaklúbbnum eða helgarbrunchinum.

Einföld uppskrift dugar í um 40 stk.

Innihald

1 skammtar
rjómaostur með graslauk og lauk frá MS (tvær dósir)
beikon
pekanhnetur
vorlaukur
rifinn Cheddar ostur frá Gott í matinn
saltstangir (má sleppa)

Skref1

  • Steikið beikonið þar til það er vel stökkt og myljið/saxið smátt niður, setjið um 1/3 í skál með rjómaostinum og geymið restina.
  • Saxið pekanhnetur og lauk mjög smátt og setjið einnig um 1/3 í skálina með rjómaostinum og geymið restina.
  • Setjið cheddar ostinn saman við rjómaostablönduna og hrærið vel saman.

Skref2

  • Blandið restinni af beikoni, hnetum og vorlauk saman í skál.
  • Útbúið litlar kúlur (munnbita) úr rjómaostablöndunni og veltið upp úr beikonblöndunni.
  • Stingið saltstöng í hverja kúlu (má sleppa) og kælið í að minnsta kosti klukkustund.
Skref 2

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir