Þetta er einn af mínum allra uppáhalds vetrar réttum og ég þekki ekki neinn sem elskar ekki þessa samsetningu. Þegar ég sá nýja rjómaostinn með tómötum og basilíku vissi ég að ég þyrfti að prófa hann í súpuna góðu og hann gerir hana bara ennþá betri. Það er líka einfalt að gera þennan rétt fyrir veislu og þá er snjallt ráð að græja samlokurnar á pönnu og geyma svo inni í volgum ofni þar til þær eru bornar fram.
stórir vel þroskaðir tómatar (um 750 g) | |
hvítlauksrif | |
stór rauðlaukur | |
ólífuolía | |
balsamikedik | |
tómatpaste | |
maukaðir tómatar | |
heitt vatn | |
grænmetiskraftur | |
rjómaostur með tómötum og basilíku frá MS | |
• | fersk basilíka |
• | salt og pipar |
hvítt súrdeigsbrauð | |
• | mjúkt smjör |
• | bragðmikill ostur, t.d. Óðals Tindur eða Búri |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir