Ég held að hakk og spaghettí sé með klassískustu heimilisréttum Íslendinga, það er allavega 'go to' rétturinn hjá manninum mínum þegar hann eldar. Skiljanlega, börnin borða vel af þessu, réttinn er einfalt að elda og svo bragðast hann oftast vel.
Við ætlum ekki að breyta klassíkinni mikið en ég er búin að komast að því að bæta einhverju rjómakenndu í rétti er alltaf viðbót af hinu góða. Ef þið hafið ekki smakkað rjómaostinn með karamellíseruðum lauk þá er tími til kominn, en hann fær mína toppeinkunn og á svo oft vel við. Sætur, mildur og virkilega bragðgóður.
olía | |
laukur | |
hakk | |
hvítlauksrif | |
sriracha sósa (má sleppa) | |
sojasósa | |
ítalskt krydd | |
vatn | |
nautakraftsteningur | |
niðursoðnir tómatar (1 dós) | |
tómatpúrra | |
rjómaostur með karamellíseruðum lauk frá MS | |
• | salt og pipar |
penne pasta |
Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir