Menu
Rjómaís með vanillubragði

Rjómaís með vanillubragði

Gómsætur vanilluís sem er hægt að bragðbæta með súkkulaði, ávöxtum eða hverju því sem hugurinn girnist. 

Innihald

1 skammtar
rjómi
egg
flórsykur
vanilludropar
súkkulaði til að rífa yfir ísinn

Skref1

  • Setjið eggin og flórsykurinn saman í hrærivélina og hrærið þar til blandan er orðin loftkennd.
  • Þá er vanilludropunum bætt út í og hrært aðeins lengur.

Skref2

  • Þeytið rjómann í annarri skál. Gott er að hafa hann léttþeyttan svo ísinn verði mýkri.
  • Hrærið þeytta rjómanum varlega en þó vel saman við eggjablönduna eða þar til guli liturinn deyr út.

Skref3

  • Hægt að leika sér endalaust með ísinn áður en hann er settur í frost. Til dæmis er hægt að setja brytjað Toblerone út í ísinn, kókosbollu, ferska ávexti eða hvað sem hugurinn girnist hverju sinni.
  • Hellið ísnum í frostþolin ílát með loftþéttu loki eða setjið í ísvél. Gott er að hræra aðeins í ísnum af og til á meðan hann er að harðna.

Höfundur: Tinna Alavis