Stundum þegar ég geri grænmetisrétti finnst mér ég þurfa að sannfæra fólk um að þetta sé í alvöru svo gott og það muni ekki sakna þess að hafa kjöt og það verði bara að prófa. En kannski hafa tímarnir breyst. En þetta verða samt allir að prófa. Svo bragðgott og ljúffengt, hollt og ódýrt. Það má vel leika sér með grænmetið í réttinum og skipta því út fyrir það sem er til í ísskápnum hverjum sinni. Svo er frábært að bera réttinn fram með naan brauði og mangó chutney, eða ristuðu súrdeigbrauði.
lítið butternut grasker | |
sellerírót | |
stórar gulrætur | |
indversk karrýblanda | |
stór laukur | |
hvítlauksrif | |
rautt chili (má sleppa) | |
smjör | |
garam masala kryddblanda | |
hakkaðir tómatar | |
chillitómatsósa | |
matreiðslurjómi frá Gott í matinn | |
smjörbaunir (butter beans) | |
góðar handfyllir fersk spínat | |
ferskt kóríander | |
• | ólífuolía |
• | salt og pipar |
• | hrein jógúrt frá MS eftir smekk |
• | naan brauð og mango chutney eða ristað súrdeigsbrauð |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir