Menu
Rjómalagað grænmetiskarrý með smjörbaunum

Rjómalagað grænmetiskarrý með smjörbaunum

Stundum þegar ég geri grænmetisrétti finnst mér ég þurfa að sannfæra fólk um að þetta sé í alvöru svo gott og það muni ekki sakna þess að hafa kjöt og það verði bara að prófa. En kannski hafa tímarnir breyst. En þetta verða samt allir að prófa. Svo bragðgott og ljúffengt, hollt og ódýrt. Það má vel leika sér með grænmetið í réttinum og skipta því út fyrir það sem er til í ísskápnum hverjum sinni. Svo er frábært að bera réttinn fram með naan brauði og mangó chutney, eða ristuðu súrdeigbrauði.

Innihald

3 skammtar
lítið butternut grasker
sellerírót
stórar gulrætur
indversk karrýblanda
stór laukur
hvítlauksrif
rautt chili (má sleppa)
smjör
garam masala kryddblanda
hakkaðir tómatar
chillitómatsósa
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
smjörbaunir (butter beans)
góðar handfyllir fersk spínat
ferskt kóríander
ólífuolía
salt og pipar
hrein jógúrt frá MS eftir smekk

Meðlæti

naan brauð og mango chutney eða ristað súrdeigsbrauð

Skref1

  • Hitið ofn í 190 gráður.
  • Skerið grasker, sellerírót og gulrætur í frekar grófa bita.
  • Setjið í fat ásamt smá olíu, salti og 1-2 tsk. af indverskri karrýblöndu.
  • Blandið vel saman og bakið í 30 mínútur.

Skref2

  • Á meðan grænmetið bakast gerið þið sósuna.
  • Saxið lauk, hvítlauk og chilli smátt og steikið upp úr smjöri þar til fer að mýkjast.
  • Setjið garam masala krydd út á og steikið aðeins áfram (ég nota alveg 2 tsk.).

Skref3

  • Hellið tómötunum yfir laukinn ásamt chillitómatsósunni og leyfið að sjóða í örfáar mínutur.
  • Bætið þá rjómanum út í og smakkið ykkur til með kryddi, salti og pipar.
  • Bætið að lokum smjörbaunum út í (munið að skola vökvann í dósinni af þeim) ásamt bakaða grænmetinu og spínati og leyfið að hitna í 2-3 mínútur, toppið með fersku kóríander.

Skref4

  • Berið fram með hreinni jógúrt, mangó chutney og naan eða súrdeigsbrauði.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir