Menu
Ris a la mande með tvenns konar sósum

Ris a la mande með tvenns konar sósum

Besta risalamande allra tíma - frá lækninum í eldhúsinu!

Innihald

14 skammtar
grautargrjón
vatn
salt
nýmjólk
vanillustangir
þeyttur rjómi frá Gott í matinn
möndlur með hýði
flórsykur

Karamellusósa:

smjör
púðursykur
vanillustöng
rjómi frá Gott í matinn

Meðlæti:

kirsuberjasósa (krukka eða ferna)

Ris a la mande

  • Byrjið á því að setja grjónin í pott, ásamt vatni, smá salti og hitið að suðu.
  • Sjóðið við lágan hita.
  • Þegar allt vatnið hefur gufað upp byrjið þið á því að bæta mjólkinni saman við - um 250 ml í senn. Sjóðið varlega - þegar mjólkin hefur þykknað og sogast inn í grjónin bætið þið næsta mjólkurskammti við.
  • Skerið tvær vanillustangur eftir miðju. Setjið fræin út í grautinn og setjið einnig vanillustangirnar. Haldið áfram að bæta mjólkinni saman við og sjóðið þar til grauturinn er hnausþykkur. Gætið þess að hræra stöðugt svo hann brenni ekki við botninn. Og það þarf þolinmæði - þetta verk tekur ást og tíma - um klukkustund að gera hann alveg fullkominn!
  • Látið kólna í ísskáp (eða bara út á svölum).
  • Það er mikilvægt að kaupa möndlu í hýðinu - þar sem þær varðveita bragð sitt og mýkt mun betur heldur en þær sem hafa verið afhýddar. Setjið þær í skál og hellið sjóðandi vatni yfir og látið standa í 5-10 mínútur. Þá er auðvelt að losa hýðið af.
  • Hakkið þær svo í matvinnsluvél og blandið saman við kaldan grautinn ásamt þeyttum rjóma og flórsykri. Smakkið til með meira salti og sykri.

Sósur

  • Blandið síðan smjöri, púðursykri, vanillu og rjóma í pott og hitið að suðu og látið krauma við lágan hita þangað til að karamellusósan hefur þykknað.
  • Síðan er grauturinn toppaður með heitri kirsuberjasósu eða karamellusósu. Það má líka bæta um betur og bæta muldum karmellisseruðum pekanhnetum ofan á grautinn.

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson