Menu
Rice Krispies kökur með lakkrísívafi

Rice Krispies kökur með lakkrísívafi

Önnur og stórkostlega góð útgáfa af hinum sígildu rice krispies kökum.

Innihald

1 skammtar
Smjör
70% súkkulaði
Rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti
Síróp
Rice Krispies

Skref1

  • Bræðið saman smjör, báðar tegundir af súkkulaði og síróp við meðalháan hita þar til þykk blanda hefur myndast.

Skref2

  • Leyfið blöndunni að „bubbla“ í um eina mínútu og takið þá af hitanum og leyfið að standa í um 10 mínútur.

Skref3

  • Bætið Rice Krispies saman við í litlum skömmtum og hrærið vel á milli. Gott er að hafa vel af súkkulaðiblöndu svo varist að setja of mikið Rice Krispies.

Skref4

  • Skiptið niður í pappaform og kælið hrískökurnar í að minnsta kosti 30 mínútur.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir