Menu
Ribeye og stökkar ostakartöflur með kryddsmjöri

Ribeye og stökkar ostakartöflur með kryddsmjöri

Ef þú ert í skapi fyrir einfaldan og góðan grillmat mælum við sérstaklega með að bæta kryddsmjöri frá MS á innkaupalistann en kryddsmjörið er þetta litla extra sem gerir góðan grillmat að hreinu lostæti. Kryddsmjör með saltflögum er nýjasta viðbótin í vörulínunni og óhætt að segja að þar sé komið sannkallað sælkerasmjör sem smellpassar í bökuðu kartöfluna, á kjötið, fiskinn og grænmetið.

Innihald

2 skammtar
vænar ribeye steikur, eða annað grillkjöt
flögusalt og nýmalaður pipar
kryddsmjör með saltflögum frá MS
litlar kartöflur
Goðdala Reykir, rifinn
kryddsmjör með blönduðum kryddjurtum frá MS

Skref1

  • Takið kjötið úr kæli og sjóðið kartöflurnar þar til þær eru soðnar í gegn.
  • Hitið ofninn í 220°C undir og yfirhita.

Skref2

  • Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Setjið soðnar kartöflurnar á plötuna og þerrið vatnið vel ef þarf.
  • Kremjið hverja kartöflu vel niður, mér finnst gott að nota sléttan botn á glasi.
  • Penslið ríflega af kryddsmjörinu yfir kartöflurnar.
  • Bakið fyrst í 20 mín.

Skref3

  • Takið kartöflurnar út og rífið ríflega af Reyki osti yfir.
  • Setjið aftur í ofninn og bakið í 20-25 mín í viðbót.

Skref4

  • Hitið grillið amk upp í 250°C. Piprið steikurnar vel og grillið þar til kjarnhiti nær 58-60°C. Takið þá steikurnar af grillinu og hvílið í amk 5 mín.
  • Berið steikurnar fram með góðri klípu af kryddsmjöri, fersku salati og klessukartöflunum.

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal