Menu
Reeses hnetusmjörsostakaka með Oreo-botni

Reeses hnetusmjörsostakaka með Oreo-botni

Þessi er ostakaka algjört æði, enda alveg svakalega sykurbomba!

Innihald

12 skammtar
hnetusmjör, fínt
rjómaostur
rjómi
sykur
Oreo (6 pokar með 4 kexkökum í)
smjör
Reese's cups (9 stk)

Aðferð

  • Smjörið er brætt
  • Oreo mulið í matvinnsluvél/blandara og blandað saman við smjörið.
  • Oreo-blandan er sett í botninn á forminu (ég nota smelluform svo það sé auðveldara að taka kökuna úr).
  • Sett í kæli í um 10 mín.
  • Rjóminn þeyttur og settur í skál.
  • Þar næst er hnetusmjör, rjómaostur og sykur þeytt saman í 1-2 mín.
  • Rjómanum og einum pakka af brytjuðum Reese's cups er svo blandað rólega saman við með sleif.
  • Blandan er sett yfir Oreo-botninn og inn í ísskáp í nokkra tíma, kakan er þó best ef hún er útbúin kvöldið áður en hún er borin fram.
  • Kakan skreytt með restinni af Reese’s peanut butter cups.
  • Einnig er gott að bræða saman smá smjör og kakó til skreyta kökuna með.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir