Menu
Rabarbara ostakökubitar

Rabarbara ostakökubitar

Innihald

1 skammtar

Botn og toppur:

hveiti
grófir hafrar
púðursykur
smjör við stofuhita
salt
matarsódi

Ostakaka:

rjómaostur frá Gott í matinn
egg
sykur
vanilludropar
rabarbari

Aðferð

 • Hitið ofninn í 180 gráður og setjið bökunarpappír í bökunarform. Mitt form var 40x30 cm að stærð.
 • Hrærið hveiti, hafra, púðursykur, smjör, salt og matarsóda saman í skál þar til allt hefur blandast vel saman og myndað áferð eins og brauðmylsna.
 • Setjið um 500 g af þessu í botninn á kökuforminu og þrýstið vel niður með t.d. botni af glasi.
 • Hrærið rjómaost, egg, sykur og vanilludropa saman þar til allt hefur blandast vel saman og blandan orðin slétt og fín.
 • Skerið gróflega niður rabarbara og dreifið honum yfir botninn.
 • Hellið rjómaostablöndunni yfir og sléttið úr henni þannig hún þekji allan rabarbarann.
 • Setjið restina af púðursykursblöndunni sem þið settuð í botninn ofan á toppinn.
 • Þrýstið toppnum örlítið ofan í ostakökuna.
 • Bakið í 50-60 mínútur eða þar til kakan er orðin stíf.
 • Kælið kökuna í 30 mínútur við stofuhita.
 • Setjið plastfilmu yfir kökuna og kælið í 3 klst.
 • Skerið kökuna í bita eftir smekk.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir