Menu
Próteinríkt pastasalat

Próteinríkt pastasalat

Þetta salat hefur slegið rækilega í gegn heima hjá mér. Mjög þægilegur matur í miðri viku og sniðugt að nýta það sem er til í ísskápnum hverju sinni.

Innihald

4 skammtar
túnfiskur í vatni
pastaskrúfur
sýrður rjómi 10%
dijon sinnep
sítrónusafi úr hálfri sítrónu
gúrka
rauð paprika
rauðlaukur
ólífur
salt, pipar og hvítlauksduft

Skref1

  • Byrjið á blanda saman sýrðum rjóma, sinnepi, sítrónusafa og kryddi (1 tsk. af hverju) í skál.
  • Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum eða í um 10-12 mín.
  • Hellið vatninu af túnfiskinum og blandið saman við sósuna í skálinni.
  • Skerið grænmeti í litla bita og hellið út í skálina.

Skref2

  • Þegar pastað er tilbúið er það kælt örlítið áður en því er blandað saman við sósu og grænmeti.
  • Salatið má bera fram strax eða gera það nokkru áður og geyma í kæli.
  • Grænmetið í salatinu er ekki heilagt, það má sleppa því sem þú átt ekki til eða nota það sem þér finnst best.
  • Þetta salat er líka einstaklega sniðugt til að hafa með sér í nesti.

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
  • Næring í 100 g: Kolvetni: 15,4 g - Prótein: 7,2 g - Fita: 3,3 g - Trefjar 1 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Próteinríkt pastasalat.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga