Menu
Prótein pönnukaka

Prótein pönnukaka

Hér er einföld uppskrift að prótein pönnuköku með Hleðslu íþróttadrykk sem þú verður að prufa. Það er bæði hægt að borða hana með rjóma eða nota sem brauð og setja ost eða annað álegg á.

Innihald

1 skammtar
egg
haframjöl
vanilludropar (má sleppa)
smá salt
Hleðsla, rauð

Aðferð

  • Blandaðu öllum innihaldsefnunum saman í skál og steiktu á lítilli pönnu í nokkrar mínútur.
  • Á meðan þú steikir pönnukökuna er tilvalið að klára restina af Hleðslunni eða drekka hana með pönnukökunni.
Aðferð

Næringargildi

  • Næring í einni pönnuköku m.v. 50 ml Hleðslu: Kolvetni: 25,7 g - Prótein: 16,6 g Fita: 8,6 g - Trefjar: 4 g.
  • Næring í einni pönnuköku m.v. 50 ml Hleðslu í pönnukökuna og restin drukkin: Kolvetni: 38,7 g - Prótein: 33,4 g Fita: 9,6 g - Trefjar: 4 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Hleðslu pönnukaka.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga