Menu
Plokkfiskur

Plokkfiskur

Skotheld uppskrift að plokkfiski sem allir fjölskyldumeðlimir elska!

Innihald

1 skammtar
ýsuflök
nætursöltuð ýsuflök
soðnar kartöflur
gulir laukar (4-6 stk.)
smjör

Mjólkursósa:

smjör (75-100 g)
hveiti (2-2,5 dl)
fiskisoð
nýmjólk
rjómaostur frá Gott í matinn (eða magn eftir smekk)
Svartur pipar, grófmalaður og fínmalaður eftir smekk
Jurtasalt (má sleppa)

Aðferð

  • Best er að byrja á því að sjóða kartöflurnar. Þær mega gjarnan vera kaldar þegar þær fara í plokkfiskinn og er það smekksatriði hvort hýðið er haft á eða ekki.
  • Setjið vatn í pott fyrir fiskinn. Fiskurinn er skorin í bita og soðinn í nokkrar mínútur. Takið fiskinn úr vatninu, setjið hann til hliðar og haldið eftir um 3-4 dl fiskisoði.
  • Skerið laukinn í sneiðar og/eða bita. Bræðið allt (100 g) smjörið og mýkið laukinn í því þar til hann er orðinn glær. Setjið laukinn til hliðar. Núna eru kartöflurnar tilbúnar, fiskurinn soðinn og laukurinn tilbúinn.

Mjólkursósa

  • Bræðið smjörið í stórum potti og bætið hveitið saman við. Þeytið þessu saman í þykka bollu. Lækkið hitann og bætið fiskisoðinu saman við. Þeytið allan tímann á meðan bollan fer að þykkna og lækkið hitann enn frekar ef þörf er á. Um leið og sósan er byrjuð að þykkna er um helmingnum af mjólkinni hellt saman við. Þeytið áfram þar til sósan fer aftur að þykkna. Gott er að taka pottinn af hitanum stutta stund ef sósan er að þykkna of hratt og hræra í á meðan en setja hann svo aftur á hitann. Þá er aðeins meira af mjólk hellt saman við og sósan er þeytt áfram þar til þykktin er orðin hæfilega mikil. Setjið rjómaostinn saman við og hrærið svo hann bráðni í sósunni. Það er sniðugt að hafa sósuna mikið þykka þar sem hún þynnist aðeins þegar fiskurinn og laukurinn er settur saman við hana.

Í lokinn

  • Þegar sósan er orðin hæfilega þykk er potturinn tekinn af hitanum og laukurinn settur saman við ásamt fisknum. Blandið saman. Skerið kartöflurnar í minni bita og setjið þær út í. Hrærið saman og kryddið eftir smekk.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal