Menu
Pizzuflétta

Pizzuflétta

Hefðbundin pizza í nýjum búningi. Hægt að setja hvað sem er á milli, en best að hafa nóg af osti.

Innihald

8 skammtar

Botn:

hveiti
salt
þurrger
vatn
olía

Álegg

Ofan á pizzuna setjið þið ykkar uppáhaldsálegg

Skref1

 • Þurrger, hveiti og salt sett í skál og hrært saman.
 • Vatninu og olíunni bætt við og hnoðað vel, t.d. er hægt að nota hnoðara í hrærivél.
 • Deigið sett í skál á heitan stað með viskustykki yfir og látið standa í hálftíma.  
 • Ofninn hitaður í 220°C.
 •  

Skref2

 • Fletjið deigið út í ferhyrning og svo er skorið í báðar hliðarnar eins og má sjá á myndinni og skilinn eftir flötur í miðjunni.
 • Í miðjuna fer svo sósan, osturinn og áleggið sem þið viljið hafa.
 • Mjög ljúffengt að hafa t.d. pepperóní og piparost.
 • Svo er deigið fléttað saman og því lokað, áður en það er penslað með olíu.
 • Á toppinn er upplagt að setja meira pepperóní, ost og basil krydd.
Skref 2

Skref3

 • Pizzan sett inn í ofn í 15-20 mínútur eða þar til hún hefur tekið góðan lit. 
 • Svo er bara að taka pizzuna úr ofninum, skera í bita og njóta vel.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir