Menu
Pizzuflétta

Pizzuflétta

Hefðbundin pizza í nýjum búningi. Hægt að setja hvað sem er á milli, en best að hafa nóg af osti.

Innihald

8 skammtar

Botn:

hveiti
salt
þurrger
vatn
olía

Álegg

Ofan á pizzuna setjið þið ykkar uppáhaldsálegg

Aðferð

  • Þurrger, hveiti og salt sett í skál og hrært saman.
  • Vatninu og olíunni bætt við og hnoðað vel, t.d. er hægt að nota hnoðara í hrærivél.
  • Deigið sett í skál á heitan stað með viskustykki yfir og látið standa í hálftíma.  
  • Ofninn hitaður í 220°.
  • Fletjið deigið út í ferhyrning og svo er skorið í báðar hliðarnar eins og má sjá á myndinni og skilinn eftir flötur í miðjunni. Í miðjuna fer svo sósan, osturinn og áleggið sem þið viljið hafa. Mjög ljúffengt að hafa t.d. pepperóní og piparost. Svo er deigið fléttað saman og því lokað, áður en það er penslað með olíu.
  • Á toppinn er upplagt að setja meira pepperóní, ost og basil krydd.
  • Pizzan sett inn í ofn í 15-20 mínútur eða þar til hún hefur tekið góðan lit. 
  •  

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir