Menu
Pizzasnúðar með skinku og mangó chutney

Pizzasnúðar með skinku og mangó chutney

Fljótlegir pizzasnúðar sem smellapassa í nestisboxið. 

Innihald

1 skammtar
pizzadeig

Fylling

skinka, fínsöxuð
rjómaostur frá Gott í matinn
rifinn mozzarella frá Gott í matinn
mangó chutney

Aðferð

  • Hitið ofninn í 180˚C. Fletjið pítsadeigið út þannig að það verði um 45 x 30 cm. Blandið saman skinku, rjómaosti, rifnum mozzarellaosti og mangó chutney mauki.
  • Smyrjið fyllingunni jafnt yfir deigið og rúllið deiginu upp á lengri hliðinni. Skerið deigið í 2 cm bita og leggið þá á smjörpappírsklædda ofnplötu.
  • Bakið í miðjum ofninum í 25 mínútur. Leyfið snúðunum að kólna áður en þeir eru borðaðir. Gott að frysta það sem er ekki borðað strax.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir