Skemmtileg útfærsla á pizzu sem kennd er við ítölsku eldfjallaeyjuna Stromboli norður af Sikiley. Ekki ekta ítölsk uppfinning heldur ítölsk- amerísk skotin af Ítölum sem fluttu sig um set yfir til Ameríku fyrir margt löngu. Á milli þess að vera pizza og pizzasnúðar og einfaldlega sérlega ljúffengt. Yngri dóttir mín sagði: „Þetta er hrikalega gott" og búast má við að yngri kynslóðin verði hrifin!
Athugið að sniðugt er að borða afganginn af rúllunni á þann hátt að taka sneiðarnar og hita þær í ofni.
Að sjálfsögðu má setja ýmislegt annað inn í pizzarúlluna en hér er stungið upp á.
| pizzadeig | |
| ólífuolía | |
| • | salt og svartur pipar |
| • | niðursoðnir tómatar eða pizzasósa |
| • | rifinn pizzaostur frá Gott í matinn |
| • | rifinn cheddarostur frá Gott í matinn |
| mozzarella kúla, rifin niður | |
| • | góð skinka |
| • | salami eða pepperóní |
| • | sneiddar ólífur, svartar eða grænar |
| • | jalapeno í þunnum sneiðum |
| • | grilluð paprika, þunnt sneidd |
| hrært egg |
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir