Menu

Innihald

1 skammtar
ger
sykur
ylvolgt vatn (280-300 ml)
brauðhveiti
durum-hveiti (má sleppa en bæta þá við 50 g af brauðhveitinu
salt

Aðferð

  • Setjið gerið í skál ásamt ½ tsk. af sykri.
  • Hellið 60 ml af ylvolgu vatni yfir, hrærið vel í og látið standa í um 10 mínútur, eða þar til blandan er aðeins farin að freyða.
  • Setjið þá hveiti, durum-hveiti og salt út í og hnoðið deigið saman.
  • Bætið við volgu vatni eftir þörfum, deigið á að vera mjúkt og teygjanlegt.
  • Hnoðið deigið í höndunum eða hrærivél í um 10 mín.
  • Breiðið plastfilmu eða rakt viskastykki yfir skálina og látið hana standa í um 1 klst. á hlýjum stað.
  • Flýta má fyrir lyftingunni með því að setja skálina ofan í aðra stærri skál með volgu vatni.
  • Hnoðið deigið upp aftur og fletjið það út nokkuð þunnt í hring, um 32 cm í þvermál.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir