Menu
Pizza með villisveppa- og hvítlauksosti

Pizza með villisveppa- og hvítlauksosti

Flatbökur eru hráefni sem endalaust er hægt að leika sér með. Flestir sjá fyrir sér pizzu sem flatböku en þær eru svo miklu meira. Í þessari uppskrift eru ostar frá MS í aðalhlutverki ásamt sýrðum rjóma og ljúffengum smjörsteiktum sveppum.

Innihald

1 skammtar

Pizzadeig

Tilbúið deig eða heimagert

Kryddostakrem

Villisveppaostur
Hvítlauksostur
Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Salt og pipar
Ólífuolía yfir botninn

Sveppatoppur

Ferskir sveppir
Smjörklípa
Hálf sítróna
Ferskt timjan
Salt og pipar
Balsamikgljái

Skref1

  • Osturinn er gróft rifinn niður, hrærður saman við sýrða rjómann. Smakkað til með salti og pipar.
Skref 1

Skref2

  • Sveppir sneiddir, mýktir á pönnu með smjöri og eiga að fá á sig gullinn blæ.
  • Hálf sítróna kreist yfir á pönnuna, salt og pipar, ferskt timían sem búið að rífa niður af greinunum.
Skref 2

Skref3

  • Smá ólífuolíu er dreypt yfir botninn áður en kryddostakrem fer þar ofan á.
  • Smurt á botninn, í nokkuð þykku lagi (5 mm) og ekki alveg út í kantana.
  • Sveppunum er komið fallega fyrir ofan á ostablöndunni og fersku timjan stráð yfir.
  • Stungið í heitan ofn (220 gráður) og bakað þar til botninn er bakaður í gegn.
  • Bakan er tekin úr ofninum og nokkrum dropum af balsamik-gljáa dreypt yfir að lokum. Borið fram.
Skref 3

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir