Menu
Pizza með sýrðum rjóma, reyktum laxi,  ferskum kryddjurtum og sítrus

Pizza með sýrðum rjóma, reyktum laxi, ferskum kryddjurtum og sítrus

Innihald

4 skammtar

Botnar

hveiti
heilhveiti
lyftiduft
hrein jógúrt frá Gott í matinn
sjávarsalt

Álegg

sýrður rjómi frá Gott í matinn
klettasalat
reyktur lax eða silungur, skorinn í þunnar sneiðar
dill, saxað
graslaukur, saxaður
rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
capers
límónur eða 1 sítróna skorið í báta

Botn

  • Blandið öllu saman í skál og hrærið. Bætið meira hveiti eða heilhveiti saman við ef þurfa þykir eða þar til deigið er orðið meðfærilegt og óklístrað. Setjið í plastpoka og geymið í kæli í klukkutíma.
  • Skiptið deiginu í fjóra hluta. Fletjið hvern út í hring sem er um 24 cm í þvermál. Hitið pönnu og bakið báðar hliðar í um 2 mínútur.

Samsetning

  • Smyrjið pizzabotnana með sýrðum rjóma. Sáldrið klettasalati yfir. Raðið laxi/silungi þar ofan á.
  • Sáldrið loks kryddjurtum, rauðlauk og capers yfir pizzurnar. Berið fram með límónu eða sítrónubátum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir