Menu
Pizza með pikklaðri límónusósu

Pizza með pikklaðri límónusósu

Þessi pizza lenti í 2. sæti í pizzukeppni Gestgjafans, Gott í matinn og Wewalka í nóvember 2016. Dómnefndin var sammála um að þessi pítsa væri "high-class pítsa meðalmannsins" eins og einn úr dómnefndinni komst svo skemmtilega að orði. Áleggið er í hefðbundnari kantinum en rauðvíns-salami og kapers gefa henni nýtt bragð. Sósan var svo í raun það sem gerði útslagið, skemmtilega öðruvísi.

Innihald

1 skammtar

Sósa:

Tómat pasata
Lime Pickle, maukað
Tamari sojasósa
Agave síróp
Hvítlauksgeirar, smátt saxaðir (1-2 stk.)
Þurrkað blóðberg, gott að nota íslenskt ef hægt er
Chili duft á hnífsoddi

Pizzan:

Heilhveiti pizzabotn
Rifinn Mozzarellaostur frá Gott í matinn
Hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
Rauðlaukur, þunnt sneiddur
Kapers, kreistið safann aðeins úr þeim áður (1-2 msk eftir smekk)
Rauðvíns salami pylsa, þunnt skorin
Rauð paprika, þunnt skorin

Skref1

  • Hitið ofn í 220°C.
  • Setjið allt sem fer í sósuna saman í pott og látið sjóða saman í nokkrar mínútur.
  • Látið kólna aðeins.

Skref2

  • Teygið úr deiginu þannig að það dugi í tvær kringlóttar pítsur og dreifið sósunni á botnana.
  • Setjið ost og rjómaost ofan á og síðan restina af álegginu nema paprikuna.
  • Bakið í 12-15 mínútur eða þar til osturinn hefur tekið fallegan lit.
  • Dreifið papriku yfir þegar pítsan er tekin úr ofninum.

Höfundur: Hólmfríður Arnardóttir