Menu
Pizza með kjötbollum

Pizza með kjötbollum


Innihald

1 skammtar

Botn

ilvolgt vatn
þurrger
sykur
salt
hveiti eins og þurfa þykir

Sósa

rjómi
fínrifinn parmesanostur, rúmlega
sítrónusafi

Kjötbollur

nauta- eða svínahakk
möndumjöl eða brauðraspur
parmesanostur
furuhnetur, saxaðar
sítrónusafi
fínrifinn börkur af hálfri sítrónu
hvítlauksrif
ítölsk steinselja, söxuð
pískað egg
sjávarsalt og svartur pipar

Annað

lítill rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
svartur pipar
ítölsk steinselja eftir smekk, söxuð
rifinn parmesanostur eftir smekk

Aðferð

  • Leysið gerið upp í vatninu. Setjið sykur og salt saman við. Bætið hveiti út í smátt og smátt eða þar til deigið er meðfærilegt og óklístrað. Hnoðið stutta stund. Smyrjið hreina skál með ólífuolíu og setjið deigið í hana. Hyljið með rökum klút og látið hefast á hlýjum stað í klukkutíma.
  • Blandið öllu saman sem á að fara í kjötbollurnar. Smakkið til með pipar og salti. Blandið saman með höndunum. Mótið um 36 litlar kjötbollur.
  • Snúið ykkur að sósunni. Blandið rjóma, parmesanosti og sítrónusafa saman og látið standa í 5 mínútur.
  • Skiptið deiginu í fjóra hluta eða notið það heilt. Fletjið út og leggið á bökunarplötu klædda bökunarpappír. Setjið sósuna á botnana/botninn. Sáldrið rauðlauk yfir og piprið. Raðið síðan kjötbollunum ofan á. Bakið í um 15 mínútur við 225°, 200° á blæstri. Sáldrið ítalskri steinselju yfir og parmesanosti ef vill.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir