Menu
Pizza með grískri jógúrt, lambahakki, fetaosti, myntu og kirsuberjatómötum

Pizza með grískri jógúrt, lambahakki, fetaosti, myntu og kirsuberjatómötum

Innihald

4 skammtar

Botnar innihald:

hveiti
heilhveiti
lyftiduft
hrein jógúrt
sjávarsalt

Álegg:

lambahakk eða nautahakk
hvítlauksrif, marin
cumin
rauðar chiliflögur
apríkósusulta
olía
grísk jógúrt
kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
mynta, gróft söxuð
furuhnetur
fetaostur, mulinn
sítróna, skorin í báta

Botnar

 • Blandið öllu saman í skál og hrærið.
 • Bætið meira hveiti eða heilhveiti saman við ef þurfa þykir eða þar til deigið er orðið meðfærilegt og óklístrað.
 • Setjið í plastpoka og geymið í kæli í klukkutíma.
 • Skiptið deiginu í fjóra hluta.
 • Fletjið hvern út í hring sem er um 24 cm í þvermál.
 • Hitið pönnu og bakið báðar hliðar í um 2 mínútur.

Pizzur

 • Hrærið hakkinu saman við hvítlauk, cumin, chilíflögur og aprkósusultu.
 • Steikið síðan upp úr örlítilli olíu.
 • Smyrjið bakaða botnanna með grískri jógúrt.
 • Skiptið hakkinu jafnt niður.
 • Sáldrið tómötum, myntu, furuhnetum og fetaosti yfir og berið fram með sítrónubátum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir