Menu
Pizza með Camembert, hráskinku og vínberjum

Pizza með Camembert, hráskinku og vínberjum

Innihald

2 skammtar

Botnar innihald;

ylvolgt vatn
þurrger
sykur
ólífuolía
hveiti (u.þ.b. 6 dl)
sjávarsalt

Álegg;

hvítlauksolía
Camembert, skorinn í þunnar sneiðar
hráskinkusneiðar
vínber, skorin í tvennt
lauf af rósmaríngreinum eða nokkrum timíangreinum (1-2 stk)
klettasalat
balsamiksíróp

Botnar

  • Leysið gerið upp í vatninu.
  • Hrærið og setjið sykur og ólívuolíu saman við.
  • Setjið salt og hveitið smátt og smátt saman við eða þar til deigið er mjúkt og ekki lengur klístrað.
  • Hnoðið í 5 mínútur og leggið í skál og hyljið með rökum klút.
  • Látið hefast í klukkutíma á hlýjum stað.
  • Hnoðið deigið aðeins niður og skiptið því í tvennt.
  • Fletjið út í stóran hring úr hvorum parti og leggið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.

Pizzur

  • Stillið ofninn á 220°.
  • Pennslið pizzubotnanna með hvítlauksolíunni. Sáldrið Camenbert, hráskinku, rósmarín og vínberjum yfir. Bakið í 15-20 mínútur.
  • Skiptið klettsalatinu á pizzurnar og hellið balsamiksírópi yfir.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir