Menu
Pizza með camembert, ferskum fíkjum og hráskinku

Pizza með camembert, ferskum fíkjum og hráskinku

Ekki hafa allir bændur smekk fyrir súrmat og þá er gott að geta gripið í eitthvað fljótlegt en ótrúlega ljúffengt. Því jú, bóndadagurinn er alltaf á föstudegi og þá er einmitt ekki alltaf stemning fyrir að enda vikuna á því að standa lengi í eldhúsinu þrátt fyrir að það eigi að gera vel við sinn mann. Samsetningin á álegginu er stórkostleg þó ég segi sjálf frá, fullkomin blanda af sætu og söltu, fersku og ofnbökuðu. Camembert osturinn fer sérstaklega vel með fíkjunum og restinni af álegginu.

Og til þess að toppa þetta alveg og hækka sparifaktorinn mæli ég með örlitlum rauðvínsdreitli með.

Innihald

1 skammtar
pítsubotn, tilbúinn eða heimagerður
ólífuolía, 1-2 msk.
pizzaostur frá Gott í matinn
Dala Camembert, skorinn í sneiðar
ferskar fíkjur, skornar í 8 báta hver
hráskinka
ferskt rósmarín
hunang, magn eftir smekk
flögusalt

Skref1

  • Byrjið á því að hita ofninn í 250°C með blæstri. Ef þið eigið pítsustein þá er snjallt að hita hann upp með ofninum.
  • Takið pítsudeigið úr umbúðunum og mótið í ílangt brauð, best er að gera það í höndunum og nota ekki kökukefli, þannig verður botninn loftmeiri.

Skref2

  • Penslið ólífuolíu yfir botninn og stráið pizzaostinum yfir.
  • Raðið camembert yfir pizzaostinn og helminginn af fíkjunum þar yfir.
  • Setjið botninn í ofninn og bakið þar til kantarnir eru orðnir vel gylltir og osturinn bráðinn.

Skref3

  • Takið pizzuna út og raðið þá hráskinkunni yfir ásamt fíkjum, klettasalati og rósmaríni. Stráið örlitlu flögusalti yfir og dreifið hunanginu síðast yfir allt saman.
  • Njótið vel og ekki er verra að hafa rauðvín í léttari kantinum með.
Skref 3

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal