Ekki hafa allir bændur smekk fyrir súrmat og þá er gott að geta gripið í eitthvað fljótlegt en ótrúlega ljúffengt. Því jú, bóndadagurinn er alltaf á föstudegi og þá er einmitt ekki alltaf stemning fyrir að enda vikuna á því að standa lengi í eldhúsinu þrátt fyrir að það eigi að gera vel við sinn mann. Samsetningin á álegginu er stórkostleg þó ég segi sjálf frá, fullkomin blanda af sætu og söltu, fersku og ofnbökuðu. Camembert osturinn fer sérstaklega vel með fíkjunum og restinni af álegginu.
Og til þess að toppa þetta alveg og hækka sparifaktorinn mæli ég með örlitlum rauðvínsdreitli með.
| pítsubotn, tilbúinn eða heimagerður | |
| • | ólífuolía, 1-2 msk. |
| pizzaostur frá Gott í matinn | |
| Dala Camembert, skorinn í sneiðar | |
| ferskar fíkjur, skornar í 8 báta hver | |
| hráskinka | |
| • | ferskt rósmarín |
| • | hunang, magn eftir smekk |
| • | flögusalt |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal