Menu
Pizza með burrata og hráskinku

Pizza með burrata og hráskinku

Burrata er auðvitað ein mesta snilld sem hefur verið fundin upp! Það má nota þennan ost í ýmislegt og hér höfum við dásamlega pizzu með fersku góðgæti ásamt rifnum burrata osti. Þetta er skemmtileg tilbreyting frá hefðbundinni pizzu og ég mæli sannarlega með því að þið prófið!

Innihald

1 skammtar
kúla pizzadeig
grænt pestó
heirloom tómatar eða tómatar að eigin vali
avocado
klettasalat
hráskinka
íslenskar burrata kúlur
furuhnetur
fersk basilíka
salt og pipar
balsamik gljái
ólífuolía

Skref1

  • Stillið ofninn á 225°C.
  • Skiptið pizzadeiginu í tvo hluta. Ég keypti tilbúna kúlu í bakarí en þið getið að sjálfsögðu notað hvaða pizzadeig sem er.
  • Teygið deigið til þar til það verður nokkurn veginn sporöskjulaga í laginu og reynið að hafa það í þynnri kantinum.
  • Penslið með smá af ólífuolíu og bakið þar til þau gyllast og verða örlítið stökk á köntunum.

Skref2

  • Skerið tómata og avocado í sneiðar.
  • Smyrjið pizzabotnana með pestó og raðið síðan tómötum, avókadó, klettasalati og hráskinku á brauðin.
  • Næst má taka Burrata ostinn í sundur og raða honum í litlum bitum hér og þar yfir brauðin.
  • Að lokum má strá furuhnetum, saxaðri basiliku, salti, pipar og balsamik gljáa yfir allt saman!
Skref 2

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir