Menu
Pizza kjúklingaréttur með pepperóní og ostasósu

Pizza kjúklingaréttur með pepperóní og ostasósu

Ég, eins og mörg, er alveg sérlega mikil pítsukona. Fátt er betra en góð pítsa og á nokkrum pítsustöðum er hægt að fá pítsur með ríflegu magni af áleggi sem ganga undir nöfnum eins og Pavarotti eða Extra. Þessi samsetning er mjög amerísk og vinsæl þar en því ekki að prófa að blanda þessum hráefnum saman í djúsí kjúklingarétt. Útkoman er svona framúrskarandi góð og þessi blanda er ekkert síðri pöruð með kjúkling og ostasósu.

Innihald

1 skammtar
kjúklingabringur eða lundir, kryddaðar með salti og pipar
olía
rauðlaukur
ferskir sveppir
græn paprika
pepperónísneiðar
svartar ólífur í sneiðum, má sleppa
rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn
þurrkað óreganó

Rjómaostasósa

pepperóní kryddostur frá MS
vatn
kjúklingakraftur
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
tómatpúrra
þurrkað óreganó
þurrkuð basilíka
hvítlauksduft
salt og pipar eftir smekk
rjómi frá Gott í matinn

Skref1

 • Kryddið kjúklinginn og skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar.
 • Hitið olíu á pönnu og setjið laukinn út á.
 • Steikið laukinn þar til hann fer að mýkjast, bætið kjúklingnum út á pönnuna og brúnið. Það þarf ekki að gegnumsteikja kjúklinginn á þessu stigi.
 • Setjið kjúklinginn og laukinn í eldfast mót.

Skref2

 • Næst er það sósan góða.
 • Skerið pepperóní ostinn í litla bita og setjið í pott.
 • Hellið vatni, kryddum, rjómaosti, tómatpúrru og rjóma út í og hrærið vel saman.
 • Þegar ostabitarnir hafa bráðnað og búið er að smakka sósuna til má hella henni yfir kjúklinginn.

Skref3

 • Setjið helminginn af sveppunum og paprikunni yfir sósuna og stráið rifna ostinum yfir.
 • Raðið síðan pepperóní, restinni af sveppunum og paprikunni yfir ásamt ólífum ef vill.
 • Bakið loks í 200°C heitum ofni í 20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.
Skref 3

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal