Menu
Pizza bolognese

Pizza bolognese

Hér er á ferðinni frábær pizza fyrir stóra sem smáa. Notið uppáhalds hakkblönduna ykkar eða ítalska bolognese sósu, bragðbætið með rjómaosti og toppið með mozzarella og ykkar uppáhalds ostum. Njótið vel!

Innihald

4 skammtar
Pizzadeig, heimalagað eða tilbúið
Góð ólífuolía
Bolognese eða eldað hakk í hvaða mynd sem er
Rjómaostur frá Gott í matinn
Pizzaostur frá Gott í matinn
Mozzarella kúlur
Óreganó
Má bæta við Gráðaosti, Piparosti eða öðrum kryddostum ofan á pizzuna

Aðferð

 • Hitið ofn í 220 gráður.
 • Fletjið pizzadeigið út.
 • Dreypið ólífuolíu yfir deigið.
 • Stráið rifnum osti yfir deigið.
 • Hitið hakkblönduna sem þið notið.
 • Hrærið saman við hana vænni slettu af rjómaosti og látið bráðna vel.
 • Dreifið úr hakkinu yfir pizzuna og rifna ostinn.
 • Rífið litlu Mozzarella kúlurnar niður og yfir allt saman.
 • Bætið fleiri ostum við ef þið kjósið svo.
 • Stráið smá af oreganó yfir allt.
 • Bakið þar til botninn er klár og ostarnir vel bráðnaðir.
 • Berið fram.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson