Menu
Pistasíuís með súkkulaði og karamellu

Pistasíuís með súkkulaði og karamellu

Ísinn geymist vel í 3 mánuði í frysti.

Innihald

6 skammtar
eggjarauður
sykur
púðursykur
rjómi
vanilludropar
konsum súkkulaði
pistasíuhnetur
sjávarsalt
Síríus Pralín súkkulaði með karamellufyllingu
rjómi

Toppur:

brætt Síríus Pralín súkkulaði með karamellufyllingu
pistasíuhnetur

Aðferð

  • Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
  • Blandið púðursykri varlega saman við með sleif.
  • Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið vanilludropum saman við og hrærið.
  • Grófsaxið súkkulaði og blandið saman við ásamt pistasíuhnetum og salti.
  • Hellið ísblöndunni í kökuförm eða form sem þolir frost.
  • Bræðið Síríus Pralín súkkulaði með karamellufyllingu í potti yfir lágum hita ásamt 3 msk. af rjóma. Hrærið þar til súkkulaðið hefur ná að bráðna alveg.
  • Hellið brædda karamellusúkkulaðinu yfir ísínn og hrærið léttilega í gegnum ísinn með hníf.
  • Frystið ísinn í lágmark 5 klukkustundir.
  • Berið fram með bræddu Síríus Pralín súkkulaði með karamellufyllingu og pistasíuhnetum.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir