Menu
Piparmyntu- latte

Piparmyntu- latte

Innihald

1 skammtar
espressó
flóuð mjólk
Piparmyntusúkkulaði (Pralín eða After Eight)

Aðferð

  • Þegar gera á mjólkurfroðu þá er upplagt að nota G-mjólk frá MS. G-mjólk er leifturhituð nýmjólk og sérlega góð í kaffidrykki með mjólkurfroðu því hún freyðir betur heit en venjuleg gerilsneydd mjólk. Nýmjólk og Fjörmjólk gefa einnig góða froðu. Þegar sóst er eftir léttari útgáfu af kaffidrykkjum er tilvaliðað freyða létt G-mjólk eða Fjörmjólk. Mjólkurfroða er fengin með gufu, sérstökum mjólkurfreyðikönnum eða þeyturum.
  • Það þarf ekki að eiga neinar sérstakar græjur til að gera mjólkurfroðu. Hægt er að komast af með sultukrukku og örbylgjuofn. Fylltu krukkuna ekki meira en til hálfs af mjólk, skrúfaðu lokið á og hristu eins og þú getur í um 30 sek. Taktu lokið af, hitaðu mjólkina í um 30 sek. Í örbylgjunni og þú ert kominn með ágætis mjólkurfroðu í kaffið þitt.
  • Til að ná sem bestum árangri verður mjólkin að vera köld og gott er að nota stálkönnu. Kannan er fyllt að einum haldið rétt undir yfirborðinu. Þegar kannan er nánast of heit viðkomu (um 65°C) er gufustútnum dýft til botns í nokkrar sekúndur; þá er mjólkurfroðan tilbúin. Gott er að slá könnunni létt við og snúa mjólkinni í könnunni til að froðan blandist betur en hún á að vera þykk og ekki loftkennd.