Menu
Pepperóní ostasalat

Pepperóní ostasalat

Öðruvísi útfærsla á hinu klassíska ostasalati sem svo margir þekkja þar sem tveir bragðsterkir og góðir kryddostar frá MS eru í aðalhlutverki. 

Innihald

1 skammtar
pepperóníostur frá MS
piparostur frá MS
rauð paprika
rauðlaukur
pepperóní
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
majónes
óreganó

Aðferð

  • Rifið ostana niður í skál með grófu rifjárni.
  • Saxið papriku, pepperóní og rauðlauk smátt niður og blandið saman við ostana.
  • Hrærið saman sýrðum rjóma, majónesi og óreganó kryddi þar til kekkjalaust og blandið þá saman við önnur hráefni þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Berið fram með ristuðu brauði, snittubrauði eða góðu kexi.
Aðferð

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir