Menu
Penne með porcini-sveppum, sítrónu og furuhnetum

Penne með porcini-sveppum, sítrónu og furuhnetum

Ferskur pastaréttur, örlítið sparilegur og þægilegur í gott matarboð.

Innihald

2 skammtar

Hráefni

penne pasta, soðið skv. leiðbeiningum á pakka
smjör
hvítlauksrif, fínt sneidd
þurrkaðir porcini-sveppir
vatn
hvítvín
saxaðar, ferskar kryddjurtir að eigin vali, t.d. steinselja, timían og salvía
sítróna, safi og fínrifinn börkur
rjómi, frá Gott í matinn, einnig er gott að nota sýrðan rjóma
ristaðar furuhnetur
parmesanostur eða Óðals Tindur
salt, svartur pipar eða þurrkaðar chillí-flögur

Skref1

  • Hellið vatni og víni í pott og látið sveppina malla á vægum hita í 20 mínútur.
  • Takið þá úr pottinum, kreistið vökvann úr og geymið hann.
  • Mýkið hvítlauk í smjöri á pönnu í 3 mínútur.
  • Bætið sveppum saman við og látið mýkjast í 5 mínútur í viðbót.
  • Setjið kryddjurtir á pönnuna.

Skref2

  • Hellið 1 dl af sveppavökvanum á pönnuna og látið sjóða niður um 2/3 hluta.
  • Hellið sítrónusafa yfir sveppablönduna, stráið sítrónuberki yfir hana, hellið rjóma yfir eða notið sýrðan rjóma.
  • Hrærið saman.
  • Blandið furuhnetum saman við ásamt parmesanosti.
  • Smakkið til með salti, pipar eða chillí-flögum.

Skref3

  • Hellið sósunni yfir soðið pastað, blandið saman og berið fram með parmesanosti eða rifnum Óðals Tindi.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir