Aðferð
- Bræðið 2 msk. af smjöri í potti og hrærið hveiti vel saman við.
- Hellið matreiðslurjóma út í, smátt og smátt.
- Látið sjóða og takið af hellunni.
- Takið hvíta lagið varlega af ostinum og fleygið.
- Saxið ostinn og bætið honum saman við sósuna.
- Látið hann bráðna saman við.
- Hærið og smakkið til með pipar.
- Geymið.
- Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
- Á meðan steikið sveppi og beikon upp úr 3 msk. af smjöri.
- Setjið út í sósuna.
- Blandið pastanu varlega saman við sósuna og setjið á stórt fat eða fjóra diska.
- Toppið með rifinni peru og valhnetum.
Höfundur: Erna Sverrisdóttir