Menu
Pekanpæ með rjóma og karamellusósu - Ketó

Pekanpæ með rjóma og karamellusósu - Ketó

Dásamlega góð pekanbaka með karamellusósu og nýjum G-rjóma frá Gott í matinn. 

Bakan hentar einnig þeim sem eru á ketó mataræði.

Innihald

8 skammtar

Botn:

smjör, brætt
möndlumjöl
sukrin sætuefni
kanil
egg

Fylling:

sykurlaust sukrin gold síróp
smjör
laktósalaus G-rjómi frá Gott í matinn
vanilluextract
sjávarsalt
pekanhnetur
dökkt sykurlaust súkkulaði (má sleppa)
egg

Toppur:

laktósalaus G rjómi frá Gott í matinn, þeyttur

Skref1

 • Hitið ofn í 160 gráður með blæstri. Byrjið á því að gera botninn.
 • Hrærið bræddu smjöri, möndlumjöli, sætuefni og kanil vel saman.
 • Bætið eggi út í og hrærið vel þannig að þið fáið nokkuð þéttan deigklump.
 • Setjið deigið í pæform eða lausbotna kökuform og þjappið í botninn og aðeins upp á hliðarnar.
 • Bakið í 10-15 mínútur eða þar til botninn er fallega gylltur.

Skref2

 • Setjið smjörið og sírópið í pott, hitið að suðu og hrærið í allan tímann.
 • Lækkið hitann eftir að suðan kemur upp og látið malla í 5 mínutur eða þannig að blandan þykkni og dökkni aðeins.
 • Hellið þá rjómanum út í.
 • Hleypið suðunni aftur upp á meðan þið hrærið, lækkið þá hitann og látið malla í 15 mínútur eða þannig að karamellusósan sjóði rólega niður og þykkni.
 • Hún ætti að vera nógu þykk til að þekja bakhlutann á sleif.

Skref3

 • Takið karamellusósuna af hitanum.
 • Hrærið vanillu og salti saman við.
 • Takið 4-5 msk. af sósunni til hliðar og geymið.
 • Látið sósuna kólna í 10-15 mínútur.

Skref4

 • Saxið Pekanhneturnar frekar gróft en takið nokkrar til hliðar til að skreyta með.
 • Saxið súkkulaðið og setjið í bökubotninn.
 • Dreifið hnetunum jafnt yfir.

Skref5

 • Hrærið einu eggi saman við karamellublönduna sem þið kælduð og hellið yfir söxuðu pekanhneturnar.
 • Skreytið með heilum pekanhnetum.

Skref6

 • Bakið við 160 gráður með blæstri í 40-50 mínútur.
 • Kælið í amk eina klukkustund og berið fram með þeyttum rjóma og afgangs karamellusósunni.
Skref 6

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir