Menu
Pavlova með súkkulaði og hindberjum

Pavlova með súkkulaði og hindberjum

Einföld og dásamleg pavlova sem sæmir sér vel sem eftirréttur í matarboðinu, á veisluborðið eða bara í sunnudagskaffinu. Alveg dúnmjúk inn í og blandan af hindberjum og súkkulaði klikkar ekki.

Innihald

1 skammtar

Pavlova

eggjahvítur (150 g)
salt á hnífsoddi
kalt vatn
sykur
edik
vanilludropar
maíssterkja (maizena)

Fylling

dökkt súkkulaði
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn
hindberjasulta
froskin eða fersk hindber
bláber
cadbury mini eggs (lítil súkkulaðiegg)

Pavlova

 • Stillið ofninn á 135°c.
 • Hrærið saman eggjahvítum og salti þar til þær eru orðnar léttþeyttar. Stillið á lága stillingu og hellið köldu vatni í mjórri bunu saman við eggjahvíturnar og sykrinum í framhaldi. Stífþeytið, þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að einhver hreyfing sé í skálinni.
 • Blandið þá ediki, vanilludropum og maíssterkjunni saman við með sleikju.
 • Gott er að teikna hring á bökunarpappír til þess að hafa til viðmiðunar þegar pavlovan er mótuð.
 • Tæmið úr skálinni á bökunarpappírinn og mótið í hring, hugsið um að gera eldfjall. Há pavlova með gíg í miðjunni.
 • Þegar þið hafið mótað að mestu, rennið með spaða upp með hliðunum til að fá hana slétta og fallega.
 • Lækkið hitann í 120°c og bakið í 60 mín.
 • Bannað að opna ofninn meðan pavlovan bakast.
 • Slökkvið á ofninum og leyfið henni að vera þar í nokkra stund. Miðjan mun falla mögulega en það er í góðu lagi og gefur rými fyrir fyllingu.

Fylling

 • Bræðið súkkulaðið og blandið rjómaostinum rólega saman við. Ef rjómaosturinn er kaldur er gott að setja hann í nokkrar sekúndur í örbylgjuna.
 • Létt þeytið rjómann og blandið súkkulaði og rjómaostinum saman við rjómann með sleikju.

Samsetning

 • Takið pavlovuna og setjið á disk.
 • Setjið hindberjasultu í miðjuna á pavlovunni og dreifið eins og þið getið.
 • Þá er bara að setja súkkulaðirjómann í miðjuna og svo bara skella honum ofan á, dreifið úr honum með sleikju.
 • Skerið hluta af berjunum í tvennt og skreytið með berjum og súkkulaðieggjum.
 • Ef hindberin eru frosin er fallegt að kremja þau svo þau bútist niður en þau mega ekki verið farin að þiðna því þá verða þau bara mauk.

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir