Menu
Pastasalat með kjúklingi og mexíkóosti

Pastasalat með kjúklingi og mexíkóosti

Það er svo dásamlegt að gæða sér á góðu pastasalati, hvort sem ætlunin er að hafa það í kvöldmatinn eða næstu veislu. Hér er á ferðinni gómsætt en einfalt salat sem enginn verður svikinn af. 

Innihald

4 skammtar
pastaskrúfur
kjúklingur
beikon skorið smátt

Sósa:

mæjónes
sýrður rjómi frá Gott í matinn
dijon sinnep (3-4 msk.)
hvítlauksrif
hvítlauksblanda
sítrónusafi (2-3 tsk.)
Mexíkóostur, rifinn
salt og pipar

Hugmynd að meðlæti:

gúrka, skorin smátt
tómatar, kjarnhreinsaðir og skornir smátt
maísbaunir
kasjúhnetur
Doritos flögur
rifinn pizzaostur frá Gott í matinn

Aðferð

  • Pastað er soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
  • Steikið kjúkling upp úr smjöri, olíu, salti og pipar. Gott að hella balsamikediki yfir
  • Sósan gerð með því að blanda öllum hráefnum saman og hræra vel.
  • Sósunni er blandað saman við pastað ásamt beikoni, kasjúhnetum og rifnum mexíkóosti.
  • Grænmeti að smekki hvers og eins er blandað saman við ásamt rifnum osti og muldum Doritos flögum.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir