Menu
Pastaréttur með nautahakki, rjóma og cheddar

Pastaréttur með nautahakki, rjóma og cheddar

Rjómakenndur hakk og pastaréttur með cheddarosti.

Æðislega góður og bragðmikill pastaréttur, mæli einstaklega mikið með honum en allir stóðu afvelta upp frá borðinu.

Frábær með hvítlauksbrauði!

Innihald

6 skammtar
olía
laukur
nautahakk
hvítlauksrif
þurrkað óreganó
ítalskt krydd
salt
cayenne pipar
tómatsósa (sykurlaus)
fusilini pasta
rjómi frá Gott í matinn
rifinn cheddarostur frá Gott í matinn
nautasoð (nautakraftur leystur upp í bolla af sjóðandi vatni)

Skref1

  • Laukurinn er skorinn og mýktur í olíu á pönnu í 4-5 mínútur.
  • Hakkinu bætt út á pönnuna og eldað í gegn.

Skref2

  • Pasta er sett í pott og soðið eftir leiðbeiningum á pakkanum.

Skref3

  • Fitunni er hellt af pönnunni og hvítlauk (pressuðum eða smátt skornum) og kryddunum bætt út í.
  • Þegar kryddin hafa blandast vel við hakkið þá er tómatsósu og nautasoði bætt út í hakkið og látið malla.

Skref4

  • Þegar pastað er tilbúið er því ásamt rjóma og osti bætt út í hakkið og hrært þar til osturinn er alveg bræddur.
Skref 4

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir