Menu
Pasta pomodoro með mozzarella kúlum

Pasta pomodoro með mozzarella kúlum

Afskaplega einfaldur og vinsæll réttur sem ég elda næstum því vikulega. Það er frábært að nota í þennan rétt tómata sem eru orðnir vel þroskaðir, annað hvort kirsuberja- eða venjulega eða blöndu af þeim tómötum sem þið eigið. Svo er bara öllu hent í eitt fat, bakað og soðnu spaghettíi svo bætt saman við bakaða tómatana. Perfecto!

Innihald

4 skammtar
vel þroskaðir tómatar
hvítlauksrif
laukur
ólífuolía
chiliflögur
salt og pipar
mozzarellakúlur
spaghettí eða annað pasta
rifinn Goðdala Feykir eða annar harður ostur
fersk basilíka

Skref1

  • Hitið ofn í 180 gráður með blæstri.
  • Byrjið á að skera tómatana niður og setja í eldfast mót ásamt þunnt sneiddum hvítlauk og lauk.
  • Hellið vel af ólífuolíu yfir ásamt ríflegu af salti og pipar og chilliflögum eftir smekk.
  • Bakið í 25-30 mínútur eða þar til tómatarnir eru vel mjúkir.

Skref2

  • Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum.
  • Takið tómatana úr ofninum og bætið soðnu pastanu saman við.
  • Geymið dálítið af pastavatninu og setjið saman við eftir þörfum.
  • Rífið ferska basilíku gróflega og bætið út í, smakkið til með salti, pipar og rifnum osti.
  • Toppið með ferskum mozarella kúlum, basil og ólífuolíu

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir