Einstaklega fljótlegur og skemmtilegur kvöldmatur sem gaman er að gera með krökkunum. Hver og einn getur gert sína pasta pizzu og sett álegg að eigin vali. Kvöldmaturinn er kominn á matarborðið á innan við 20 mínútum og svo henta þessar frábærlega í barnaafmæli í stað pizzu.
| • | penne pasta |
| • | ostur, t.d. Mexíkósk ostablanda frá Gott í matinn |
| • | pizzasósa |
| • | skinka |
| • | pepperóní |
| • | paprika |
| • | pizzakrydd |
| • | grillpinnar |
Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir