Menu
Pasta pizza sem krakkarnir elska

Pasta pizza sem krakkarnir elska

Einstaklega fljótlegur og skemmtilegur kvöldmatur sem gaman er að gera með krökkunum. Hver og einn getur gert sína pasta pizzu og sett álegg að eigin vali. Kvöldmaturinn er kominn á matarborðið á innan við 20 mínútum og svo henta þessar frábærlega í barnaafmæli í stað pizzu.

Innihald

1 skammtar
penne pasta
ostur, t.d. Mexíkósk ostablanda frá Gott í matinn
pizzasósa
skinka
pepperóní
paprika
pizzakrydd
grillpinnar

Skref1

  • Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu. Sjóðið það magn sem þið ætlið að gera. Hver pasta pizza er með um 10 pasta á hverjum grillpinna.
  • Hellið vatninu af pastanu þegar það er full soðið og leyfið því að kólna í stutta stund.
  • Hitið ofninn í 200 gráður.

Skref2

  • Setjið bökunarpappír á bökunarplötu, þræðið um 10 stykkjum af pasta á hvern grillpinna fyrir sig og leggið á bökunarpappírinn.
  • Setjið pizzasósu, pizzakrydd, ost og það álegg sem ykkur langar í eða eigið inni í ísskáp og setjið inn í ofn þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg, eða í um 5-10 mínútur.
  • Borðið á meðan er heitt og njótið.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir