Menu
Pasta með grænum baunum, blaðlauk og parmesansósu

Pasta með grænum baunum, blaðlauk og parmesansósu

Pasta er sívinsæll matur á mörgum heimilum enda fljótlegur og góður matur. 

Innihald

1 skammtar
gæðapasta að eigin vali
grænar baunir, frosnar
ólífuolía
blaðlaukur, meðalstór, fínt skorinn
beikon eða hráskinka (350-400g)
salt og svartur pipar
rjómi
pastavatn
parmesanostur, rifinn

Aðferð

  • Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum. Frosnar baunirnar fara saman við pastað í pottinum þegar um 4 mínútur eru eftir af suðutímanum. Hellið olíu á pönnu á miðlungshita. Mýkið laukinn og beikonið/hráskinkuna saman og gætið að því að ofelda ekki laukinn, þá verður alls ekki rétt bragð af réttinum. Saltið og piprið eftir smekk.
  • Veiðið pastavatn úr pottinum og hellið einum desilítra á pönnuna. Hellið rjómanum saman við, hrærið. Stráið ostinum yfir og hrærið. Athugið að þið gætuð vilja hafa meiri sósu á pastað en þá er bara að setja meira pastavatn og meiri rjóma.
  • Hellið vatninu af pastanu og baununum og setjið út í sósuna á pönnunni í smá skömmtum. Borgar sig ekki að setja allt í einu upp á að ná að láta sósuna leika vel um pastað. Frekar bæta pasta á pönnuna þegar búið er að fá sér einu sinni á diskinn. Berið fram.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir