Menu

Innihald

1 skammtar
spagettí eða bucatiní ef það fæst
góð ólífuolía
pancetta í bitum eða gott beikon skorið í bita, best ef það er frekar þykkt
lítill laukur, fínt saxaður
rautt chillí, um 1 tsk., fínt saxað (má sleppa)
hvítvín
örlítið salt
góðir, rauðir tómatar, skornir í báta eða bita
pecorino, parmesan eða mozzarella kúla

Aðferð

  • Setjið lauk, chillí og pancettu/beikon á pönnu ásamt ólífuolíu og mýkið í 4-5 mínútur á miðlungshita. Hellið hvítvíninu á pönnuna, saltið aðeins og setjið tómatana saman við. Látið malla á vægum hita í 20-30 mínútur og hrærið í sósunni annað slagið.
  • Sjóðið pastað skv. leiðbeiningum, saltið vatnið vel (það er tvennt sem við höfum lært undanfarið – að salta pastavatnið mun meira en við erum vön og að sjóða pastað örlítið styttra en við höfum gert. Skiptir öllu máli).
  • Látið renna af pastanu og hrærið sósuna saman við það. Berið fram með nógu miklu af osti og um að gera að prófa að rífa mozzarellakúlu saman við pastað í skálinni/pottinum og láta hann leika um allt.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir