Menu
Páskamarengs

Páskamarengs

Litskrúðugur og fallegur marengs.

Innihald

1 skammtar

Marengs:

eggjahvítur
púðursykur
lyftiduft

Fylling og skraut:

peli rjómi
Mini eggs frá Cadbury
70% súkkulaði

Karamellusósa:

sykur
smjör
rjómi

Skref1

  • Hitið ofninn í 150°C (blástur) og setjið smjörpappír á tvær kringlóttar bökunarplötur.

Skref2

  • Marengs:
  • Stífþeytið eggjahvítur. Tekur um 5 mínútur.
  • Bætið púðursykrinum saman við hægt og rólega. Ein msk. í einu og þeytið á milli. Í lokin er lyftiduftið sett saman við og hrært örlítið meira.
  • Setjið marengsinn á bökunarplöturnar og gerið tvo jafnstóra hringi.
  • Bakið marengsinn í 1 klst. og látið kólna alveg áður en þeyttur rjómi er settur á milli og ofan á.
  • Á milli botnanna og ofan á er settur rjómi, Mini eggs frá Cadbury og 70% súkkulaði.

Skref3

  • Karamellusósa:
  • Setjið allt í lítinn pott og sjóðið saman í um 5 mínútur á miðlungs hita.
  • Hrærið stöðugt í allan tímann á meðan karamellusósan þykknar.

Höfundur: Tinna Alavis